Hús í Skugga

   Nú stendur til að byggja við Lindargötu, vestan við Vatnsstíg, blokkir, sem munu gnæfa yfir gömlu fallegu húsin á Veghúsastíg. Viðbúið er að á meðan verið er að byggja ofan verðu við Lindargötuna veri mikið um truflun á símalínum, vatnsleiðslum og skólpi, auk hávaða og sóðaskapar. Núna fyrir nokkrum dögum var verið að rífa eitthvað af skúrum og tvö góð og vel við haldin hús á lóðunum og vægast sagt fylgdi því óþolandi hávaði og auk þess komu sprungur í veggi á Veghúsastíg 9 A. Við Veghúsastíg 5, er leiksólinn Lindarborg og nær útileiksvæði barnanna að Lindargötu, rétt þar sem á að fara að byggja enn nú eina blokkina.

   Á Klapparstíg er gamall steinbær sem mjög líklega er síðasta Kasthúsið. Mér er tjáð að þann bæ eigi að rífa. Ljótt ef satt er. Svo er það Veghúsastígur 1, gamli Veghúsabærinn, hvað skyldi nú verða um hann? Það væri synd að segja að okkur húseigendum og íbúum við Veghúsastíg hafi verið sómi sýndur. Fyrir nokkrum árum var troðið þarna gistiheimili á nr .7. En þar sem gatan er bæði lítil og þröng var þessi staðsetning fyrir gistiheimili afar óheppileg. Núna er þetta gistiheimli fullt af útlendum verkamönnum sem vitanlega fer mikið fyrir hvað varðar bílaeign þeirra. Enn eitt vil ég nefna og það er það að götunni eða gangstéttum við hana er ekki haldið við. Búið er að sækja um hraðahindranir í götuna fyrir mánuði en ekkert gerist í þeim efnum.

   Skuggahverfið er í rúst eftir byggingu turna og annan gjörning og ekki séð fyrir endan á þessu öllu saman. Þetta hverfi á sér mikla sögu sem ekki hefur verið nógsamlega haldið á lofti. Núna er lítið eftir af gömlu húsunum þar og spurnig er hvort hin ágætu Torfusamtök ættu ekki að líta á húsin við Veghúsastíg og það sem er eftir af Skuggahverfinu.

   Ég er tilbúin að ganga um hverfið með forustumönnum Torfusamtakanna og sýna ykkur hvernig græðgisvæðingin hefur farið með Skuggahverfið.

   Ég er ánægð með að núverandi borgarstjóri ætlar að reyna að vernda og láta byggja upp í upphaflegri mynd húsin í Lækjargötu og Austurstrræti.

   Freyja Jónsdóttir

Skuggahverfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband