Vinnuhópar Torfusamtakanna í bígerð

Heilir og sælir félagar í Torfusamtökunum.

Nú er tækifæri til að hafa áhrif á gang mála og láta gott af sér leiða í tengslum við þau mál sem okkur eru kær, sálinni í bænum, byggingararfleifðinni og verndun gamalla húsa.

Fyrirhugað er að stofna vinnuhópa innan Torfusamtakanna með afmörkuð og ólík hlutverk málstaðnum til framdráttar.

Við vitum að í Torfusamtökunum er afbraðgsgott fólk með brennandi áhuga á málefninu en vinnuhópunum er einmitt ætlað að skipuleggja og virkja þann kraft sem í því býr.

Hafir þú sérstakan áhuga á einhverju málefnanna á listanum hér fyrir neðan og treystir þér til að vinna í sjálfboðavinnu í tengslum við það, hafðu þá samband við Áshildi Haraldsdóttur í stjórn Torfusamtakanna á netfanginu ashildur@internet.is. Svo er þér auðvitað velkomið að stofna nýjan hóp ef málefni sem þér er umhugað um er ekki á listanum.
Nýstofnaðir hópar munu hittast á stofnfundi í lok maímánaðar, sunnudaginn 20. maí kl. 11:00-13:00 til að stilla saman strengi sína. Staðsetning tilkynnt síðar.

Skipulags- og byggingasviðsvaktin.
Fylgist grannt með og miðlar fréttum s.s. af nýju deiliskipulagi og öðrum skipulagsmálum sem kunna að hafa áhrif á atriði sem Torfusamtökun hafa áhuga á. Minnir á hvernær frestur til að skila athugasemdum rennur út. Arkiktektar sem þekkja stjórnsýsluna eru sérlega velkomnir. Það er miklvægt að sem flestar athugasemdir berist. Það er helst hér sem hægt er að hafa áhrif.

Fjölmiðlavaktin.
Safnar og heldur utan um greinar og skrif, gömul og ný, sem tengjast málefnum sem eru Torfusamtaökunum hugleikin. Safn þetta verður uppistaða í gagnagrunni og birt að hluta á heimasíðu samtakanna.

Fjáröflunarhópur.
Sækir um alla mögulega styrki fyrir hönd Torfusamtakanna. Styrkirnir verða notaðir í heimasíðugerð og kynningarefni samtakanna.
Í þessum hópi er Áshildur Haraldsdóttir þegar meðlimur.

Systrafélagshópur.
Leitar uppi samtök sambærileg Torfusamtökunum innanlands og utan og fær upplýsingar um starf þeirra sem hvetja okkur til dáða.

Verðlaunahópur.
Safnar tillögum um verðlaunahafa vegna virðingarverðra framkvæmda í þágu gamalla húsa s.s. einstaklega vel heppnaðra endurbóta. Með verðlaunaafhendingunni væri hægt að vekja athygli á málstaðnum á jákvæðan hátt.

Hugmyndabankinn.
Safnar og vinnur úr hugmyndum um hvernig meðlimir Torfusamtakanna, og aðrir, sjá fyrir sér að byggingararfleifðin mætti verða til sem mests gagns og prýði.

Söguhópur.
Hópur sem hægt væri að kalla til þegar við höldum að umfjöllun um sögufræg hús gæti otðið þeim til bjargar. Ekki væri verr að meðlimir hópsins þekktu ljósmyndasöfn eða hefðu aðgang að þeim. Pétur Ármannsson er þegar meðlimur í þessum hóp.

Hagsmunasamtök íbúa í gamla bænum.
Hópur fólks sem býr í gömlum húsum og hefur hagsmuna að gæta varðandi nýbyggingar og nýtt deiliskipulag í sínu hverfi.

Ég vonast til að heyra í ykkur bráðlega

Kær kveðja
Áshildur Haraldsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband