Laugavegur 33-35

Athugasemdafrestur rennur út á miðvikudag. Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4

 Deiliskipulag reitsins. 

    Á þessum reit verða 6 bráðfalleg hús rifin til að rýma fyrir húsi sem er ekki á nokkurn hátt í skala við umhverfið. Þær teikningar sem sýndar hafa verið eru einnig fagurfræðilega metnaðarlausar og ekki þess virði að rífa hús sem eru langtum fremri bæði hvað varðar gæði og fagurfræði. Ég tel að þetta horn sé með þeim mikilvægari til þess að halda í sérkenni Laugavegs. Ég bið fólk um að láta ekki skeljasandinn á hornhússinu blekkja sig (húsið var og á að vera bárujárnsklætt), heldur frekar sjá þá möguleika sem felast í því að færa húsin í betra horf. Önnur hús á þessum reit, að undanskyldu Vatnsstíg 4 sem hefur líklega minnst varðveislugildi af þessum húsum, eru í fádæma góðu standi, jafnt að innan sem utan og í rauninni mjög sérstakt að þau hafa öll haldist nokkurn vegin í sínu upprunalegu formi. Athugasemdum verður að skila inn fyrir 13. júní til Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur Borgartúni 3, 105 Reykjavík.

Núverandi útlit


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er ekki í snatri hægt að skrifa tillögu að athugasemd og setja hér á bloggið? Og er ekki hægt að senda athugasemd með e-mail? Þannig að einnig sé settur upp linkur?

Þetta var gert td. í Kárahnjúkamálinu.

María Kristjánsdóttir, 12.6.2007 kl. 05:24

2 identicon

Jú, ég er að ganga frá tillögu að athugasemd sem fólk getur þá einfaldlega skrifað undir og sent á skipbygg. Þetta verður komið innan fárra klst.

Þórður (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband