13.6.2007 | 22:25
Hér vantar eld!
Mér finnst undarleg sú þráhyggja að vilja geyma helst öll gömul hús. Sérstaklega þykja mér bárujárnsklædd timburhús með afbrigðum ljót. Ég skil ekki þetta hálfvitalega snobb gagnvart ónýtum og ónothæfum húskofum af þessari gerð sem smíðaðir voru í sárri fátækt fyrir 60-100 árum.
Mér í finnst í lagi að halda kannski upp á örfá svona hús í sögulegu tilliti en það er móðgun við nútímafólk að binda jafnvel í lög og reglugerðir að þessar eldgildrur séu upp til hópa látnar standa. Mikill meirihluti fólks vill fá húsnæði sem hæfir tæknilegri og fjárhagslegri getu til að gera almennilegt húsnæði með alvöru notagildi. Síðan má alltaf deila um fagurfræði þeirra húsa sem byggð eru.
Miðbærinn í Reykjavík getur aldrei orðið neitt af viti á meðan þessi kofaverndarstefna er við lýði.
Verktaki Lóðabraskarason
Ekið með hús um borgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fullkomlega ómakleg framsetning. Á sama tíma og ég svara þér undir nafni og reyni að gera það málefnalega og með virðingu fyrir áhugamáli ykkar, leyfið þið ykkur að móðga mig með því að kalla mig Verktaki Lóðabraskarason.
Ég fullyrði að ekki er svona dónaskapur ykkar málstað til framdráttar. Ég er reiður!
Það þýðir ekkert fyrir þig að breyta þessu eftir á því ég er búinn að afrita þenna dónalega ósóma!
Haukur Nikulásson, 14.6.2007 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.