Endilega skrá sig í Torfusamtökin

Við viljum eindregið hvetja alla, sem láta sig þessi mál varða, skrá sig í Torfusamtökin. Það hefur sýnt sig að það er hægt að hafa áhrif.

Stóran meirihluta af því niðurrifi sem uppi eru áform um, er hægt að koma í veg fyrir ef almenningur krefst þess.

Torfusamtökin eru einnig kjörinn vettfangur fyrir allar umræður um þessi mál, þannig að burtséð frá því hvað fólki finnst um einhver ákveðin tiltekin hús, skráið ykkur.

Best er að senda tölvupóst á

  torfusamtokin@hive.is

Kær kveðja

Þórður

mbl.is Rætt um niðurrif í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst, tvær spurningar:

1. Hvað finnst ykkur að gera eigi við hús sem að eru varla stæð vegna vöntunar á viðhaldi?

2. Hver á að bera ábyrgð á viðhaldi húsa?

Ég spyr því að mér finnst umræðan hafa verið svolítið einhliða hvað þetta varðar. Það vantar allt tal um hver ber ábyrgð á þessum húsum og hver sé lagaleg ábyrgð eigenda gagnvart nágrönnum, umhverfinu ofl. Það eru sum hús í miðbænum sem að eru hreinlega hættuleg en það virðist ekkert vera gert í því að skikka eigendur til að betrumbæta. Svo þegar kemur að niðurrifi þá verður allt vitlaust. Væri ekki bót í máli að gera þá ábyrga sem að ábyrgðina eiga? Því kemst fólk upp með að láta húsin fara svona illa?

Linda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:00

2 identicon

Sammála er ég síðasta ræðumanni. Það væri ótrúlega grand ef þeir aðilar sem hafa kynnt sér lagalega hlið þessara mála gætu sett niður nokkur atriði á blað fyrir okkur hin til að glöggva okkur á.

 Það hefur verið talað um að leggja til "verndarsvæði" yfir alla miðborgina. Innan slíks svæðis gætu strangari reglur um viðhald gilt frekar en innan fjölda deilireita. Mættum við ekki krefjast þess?

Ég minni fólk á að láta fólk vita af því að því sé ekki sama um hús miðbæjarins með því að senda stutt bréf til þeirra sem eiga að hlusta:

Svandís:     svandis.svavarsdottir@reykjavik.is
Dagur:         borgarstjori@reykjavik.is

arna (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:31

3 identicon

Um að gera að endurnýja miðbæinn, það mætti fara með jarðýtu á hverfisgötun og ryðja burt um 80% af húsum þarna, sennilega ljótasta gata Reykjavíkur,

Arnbjörn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 14:38

4 identicon

Afhverju er ekki hægt að gera eins og í útlöndum, London og fleiri stöðum. Þar eru byggð ný hús "inn í" þau gömlu. Þá eru framhliðar húsa látnar halda sér til að götumyndin fái að vera óbreytt en ný hús sem standast nútímakröfur eru byggð á bakvið. Ég hef séð eitt svona hús í rvk og kemur það ágætlega út.

Mér finnst nauðsinlegt að vernda okkar sérstöku götumynd og við þurfum að passa okkur að miðbærinn verði ekki annar Smári eða eins og miðbæir 90% borga Evrópu.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 15:01

5 identicon

Hvar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson? Hans fyrirlestur og ítarefni um fegurð og hagfræði borga er nauðsynlegt að komi sem víðast fram. 

Arnbjörn. Þú þarft að sjá það sem Sigmundur hefur tekið saman. Það gæti fengið þig til að hugsa málið.

arna (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 16:19

6 Smámynd: Torfusamtökin

Ég ætla að reyna svara spurningum Lindu hér að ofan.

1. Svarið við fyrri spurningunni er ; Viðhalda þeim.

2. Svarið við seinni spurningunnir er ; Það eru eigendur húsa sem fyrst og fremst bera ábyrgð á viðhaldi þeirra. Í mörgum tilfellum getur samt verið réttlætanlegt að ríki eða sveitarfélag komi að viðhaldi með einhverjum hætti, t.d. ef að einhverjar kvaðir svo sem friðun hvílir á húsinu.

Ég er sammála flestu sem kemur fram í síðustu greinarskilunum. Það sem við höfum hins vegar verið að benda á í sambandi við niðurrif húsa, er einfaldlega það að þegar skipulagsleg óvissa ríkir um framtíð gatna eða hverfa þá stórlega minnka líkurnar á því að eigendur reyni að halda húsunum sínum við. Það á bæði við um eigendur sem gjarnan myndu vilja í fallegu húsi en eru hræddir við að eyða stórum fjárhæðum í hús sem hugsanlega verður síðan selt til niðurrifs, og aðra eigendur sem eingöngu hanga á eignum í þeim tilgangi að búa til byggingarreit, í þeim tilvikum hefur það sýnt sig að það marg-borgar sig fjárhagslega að láta eignir drabbast niður.

Þetta er líka ástæðan fyrir því að ef að það á að vernda ákveðin hverfi, verður verndun að ganga nokkuð jafnt yfir alla. Það hefur sýnt sig að þegar einstaka hús eru vernduð, myndast seint sátt.

Lítið dæmi: Ef tvö lítil timburhús standa saman í eigu sitthvorra aðila. Ákveðið er að annað húsið verði rifið en hitt eigi að standa, sá sem fær að rífa húsið sitt, jagast svo í kerfinu í nokkur ár þangað til að hann hefur náð að margfalda byggingarmagnið á lóðinni og selur byggingarréttinn með stórgróða.

Hinn situr eftir í littlu timburhúsi, verðminna en áður vegna þess að sjarminn við götuna er horfin. Augljóslega reynir hann allt til að fá niðurrifsleyfi á húsið sitt líka.

Nákvæmlega þetta hefur gerst aftur og aftur.

En svo ég bæti svolítið við svarið um viðhald eigna, vil ég bæta við tilvittnun í Andrés Magnússon blaðamann.

"Erlendis eru víða lög eða reglugerðir, sem kveða á um að húseigendur verði að sinna eignum sínum. Vanræki þeir þær eða yfirgefi fellur eignarrétturinn úr gildi. Þetta er einmitt gert til þess að koma í veg fyrir að slík vanræksla dragi nágrennið niður með tilheyrandi tjóni. Annars staðar getur slík vanræksla opnað dyrnar fyrir hústökufólki, sem getur helgað sér húsið með því að setjast þar að, sletta málningu á veggi og gera það að heimili sínu. Slíkt væri sjálfsagt freistandi á dögum hás húsnæðisverðs. Er eitthvað slíkt eina leiðin til þess að örva svona slúbberta til dáða?"

Greinin er í heild sinni hérna.

http://andres.blog.is/blog/andres/entry/331515/

Kveðja

Þórður Magnússon

Torfusamtökin , 24.12.2007 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband