Réttlætt fórnun?

Við erum þjóð.

 Við erum um 304 þús og um 170 þús af okkur versla vörur og stunda vinnu

 Við erum með sex verslunarmiðstöðvar eða kjarna á höfuðborgarsvæðinnu

Í þeim eru allavega 4 búðir uppí 30 búðir, meiri hlutinn með yfir 15 búðir

Við förum í þúsindum saman inní eina byggingu undir þeirri undirskrift að:

Hérna eru bestu kaupin, gæðin, afgreiðsla og aðstæða

Og er það nóg til þess að við fórnum sögufrægum stöðum, vegum og verslunum eða skemtistöðum fyrir?

Ég segi nei og ég veit að þið gerið það líka, persónulega hata ég þessar risa vöxnu fjós sem við kjöggumst inní kýreygð til að láta stórbóndana mjólka okkur eftir oft allt erfiðan dag á túninu.

Ég heiti Hjálmar Karl og ég elska laugarveginn, ég finn allt sem mér girnist á laugavegi, ég mér minningar, góðar eða slæmar sem ég vill ekki miss frá þessari götu og mér finnst ég hafa rétt afþví að ákveða hvað gerist fyrir aðall götuna okkar sem íslendingur, ég vill ekki að hún verði notuð til að búa til eitthverjar tilganglausa fjármuni í 15-20 ár þegar mörg þessa bygginga hafa veit okkur tilfinninga,sögulegt og minningarlegt gildi í fleiri áratugi!

 Mér langaði bara að skrifa hér og sýna stuðning minn, ég mæli með því að þið gerið það

Ég er tvítugur með dislexíu en ég samt skrifaði eitthvað, bara eitthvað smá til þess að sýna að mér væri sama! 

 

Hjálmar Karl

NIÐUR MEÐ FRAMKVÆMTIR SEM EIGA SÉR ENGAN ENGAN ENGAN TILGANG! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Þótt efni pistilsins gefi mér ekki skíra hugmynd um hverju þú ert að mótmæla, gerir ég ráð fyrir að þú sért að mótmæla niðurrifi gamalla húsa niðri í bæ, þar sem þú skrifar undir nafni Torfusmtakanna.

Ég þekki reyndar ekki til þessara húsa sem til stendur að rífa á næstunni. Mér innst þó engin ástæða til að halda upp á gömul hús, aldursins vegna. Mér finnst alveg réttlætanlegt að friða og hlífa húsum sem hafa einhver söguleg, menningarleg eða önnur slík gildi. Ekki bara af því þau eru gömul.

Brjánn Guðjónsson, 25.12.2007 kl. 20:33

2 identicon

Ég er á móti því að hafa einhverskonar opinbera stefnu um slíkt og að friða dauða hluti. Það á einfaldlega að vera þannig að sá sem hefur eignarrétt á landinu/húsinu fái að ráða því hvort sagan eða framtíðin séu meira freistandi. Þó að lífið snúist um margt meira heldur en peninga að þá eru þeir samt sem áður ágætis mælikvarði sem við notum í okkar samfélagi. Ef það er svona gríðarlega mikilvægt fyrir stóran hóp fólks að halda í svona gömul hús þá er bara málið að taka sig saman og fjárfesta í þeim.  Ef ríki eða sveitarfélag eiga slík húsnæði þá finnst mér að þau eigi bara að selja þau á almennum markaði óháð því hvað kaupandinn ætlar sér með það.

Annars er ég á þeirri skoðun að það eigi að stofna nýjan miðbæ nær miðju höfuðborgarsvæðisins, það verður örugglega minni hvati til þess að fara í svona framkvæmdir þegar svæðið verður orðið "gamli miðbærinn". 

Geiri (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 10:00

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

það er aldeilis!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.12.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það er ekki bjart fram undan hjá Geira,ef honum finnst að þeir sem eiga peninga eigi að fá að gera það sem þá langar til,þjóðir sem hafa staðið frammi fyrir þessum vanda með gamlar byggingar, og látið undan eins og tilhneingin er hér á landi,telja það gríðarleg mistök að hafa ekki haldið öðruvísi á spilunum.Það  vill nú svo til að þeir sem eru að kaupa þessi gömlu hús í grónum hverfunm,hafa yfirleitt meiri auraráð en það opinbera,og leika líka þann leik, að láta svona hús grotna niður til að eiga auðveldara með að rökstyðja niðurrifið, þegar þeir láta til skarar skríða.

Enn hefur enginn betað bent mér á fegurðaraukan af því að della niður einhverjum steinsteypukössum ínn á milli gamalla húsa.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.12.2007 kl. 17:43

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta er alveg skelfilegt að menn geti verið að hagnast á því að kaupa gömul hús til að láta þau grotna niður.Það verður með einhverjum ráðum að koma þessum mönnum úr gamlabænum!

Sturla Snorrason, 26.12.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband