Hingað til hafa húsin verið opin

Ég vil vekja athygli á því að á síðustu árum hafa eigendur húsa á þessum sameiningarlóðum beitt alls kyns þvingunaraðgerðum, má þar nefna: að reka út leigjendur, opna húsin fyrir útigangsmönnum eða láta eignirnar almennt drabbast niður.  Allt er þetta gert til að húsin verði lýti á umhverfinu og skapa þrýsting á borgaryfirvöld að gera eitthvað .......... bara eitthvað........þótt að það þurfi að leyfa aukið byggingarmagn eða heimila ódýra lélega byggingu.  Það verður að viðurkenna að þessi aðferðafræði svínvirkar.

Hingað til hafa eigendur ekki haft miklar áhyggjur þótt að húsin væru full af óaldarlýð með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna,  það hefur hjálpað þeirra málstað.   Það hefur þurft stanslausar hringingar í lögreglu til að reyna fá úr þessu bætt.  Á síðustu mánuðum hafa orðið að minnsta kosti tveir stórir brunar sem má reikja til svona vanrækslu og þar að auki veit ég til þess að það hefur náðst að slökkva eld í fæðingu í einhverjum tilfellum.

Nú tekur hópur manna sig til og fer inn í eitt þessara húsa með það að markmiði að snyrta svolítið til og setja líf í húsin og miðborgina.  Það má auðvitað deila um lögmæti slíkra aðgerða en líklega var það einhverskonar lögbrot þegar Torfan var máluð á sínum tíma. 

Í þetta skiptið voru þetta þó ekki útigangsmenn, dópistar eða óaldarlýður (með fullri virðingu fyrir því góða fólki)  og voru langt í frá hættuleg umhverfi sínu.

Nú loksins bregðast eigendur og lögregla við.  Og með þvílíku offorsi að þá munar ekki um að eyðileggja alla glugga, nokkra veggi, gólf og að öllum líkindum burðarvirki,  í leiðinni.  Þessar aðgerðir voru fullkomlega óþarfar og voru meira í ætt við æfingu hjá víkingasveitinni en eðlileg viðbrögð við borgaralegri óhlíðni.

Fyrir utan hættuna sem þeir sköpuðu fyrir þessa einstaklinga þá verður líka að nefna að  ekki var kominn formleg niðurrifsheimild fyrir þetta hús.

Þegar fyrirséð er að það verði nánast framkvæmdastopp hjá einkaaðilum í miðborginni (hversu gott eða vont það er)  þá er það mjög mikilvægt að þessi hús sem hafa verið tæmd í góðærinu verði sett í útleigu hið snarasta og lappað upp á þau.  Með aðgerðum sínum er lögreglan búin að taka eitt hús sem var í svo að segja toppstandi og tilbúið til útleigu á morgun og festa það í sessi sem draugahús næstu 5-10 árin.


Lögreglan fær ekki prik í kladdan frá mér fyrir þessa aðgerð.


Kveðja

Þórður


mbl.is Vilja bjarga Skuggahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk hefur verið kallað unglingar, aktivistar, skríll eða mótmælendur. Það hefur verið kallað allt annað en kjósendur og hugsjónafólk. Tek ofan fyrir þeim eins og ég hef reyndar gert oft áður. Og nú að efninu; Hvernig gengur maður í Torfusamtökin gamla bænum til varnar ? Árni, fv íbúi í  Péturshúsi, Bræðraborgarstíg.

'Arni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Torfusamtökin

sæll Árni

sendu bara póst á torfusamtokin@hive.is með helstu upplýsingum um þig.

Torfusamtökin , 18.4.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er skelfilegt hvernig vertakar hafa getið haldið því áfram að kaupa gömul hús og látið þau drabbast niður óáreyttir og þvingað síðan borgina til þess að fá að byggja. Það hefur líka haft í för með sér eins og þú bendir réttilega á að eiturlyfjaneytendur hreiðra um sig og valda skaða. Ég fer t.d. alltaf reglulega á hárgreiðslustofuna Soho á Laugavegi 41. Því húsi er haldið í algerri óvissu. Eiturlyfjaneysla er í gangi á efri hæðinni hjá þeim leigjanda sem þar er. Um jólin var hreinsað út úr kjallarnum eftir þjófnað úr geymslum hárgreiðslustofunnar, kannabisræktun og fleira sem þar hafði verið haglega komið fyrir af öðrum. Þær hafa ítrekað kvartað við leigusala um umgengni um sameign hússins og fleira en fá ekkert nema skít á móti. Þetta er bara eitt lítið dæmi af mörgum sem eru að gerast þarna í miðbænum. Er hann að verað að einhverju gettói eða hvað?

Sigurlaug B. Gröndal, 19.4.2009 kl. 12:57

4 Smámynd: Torfusamtökin

Sæl Sigurlaug.

 Þarna er um að ræða hina virtu Samson.  Annars hef ég heyrt því fleygt að þessi hús séu komin í eigu hins Þýska Commerzbank.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/1833

Torfusamtökin , 20.4.2009 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband