21.4.2009 | 12:03
Ályktun
Torfusamtökin gera athugasemd við vinnulag lögreglunar við handtöku hústökufólks við Vatnsstíg í sl. viku.
Furðu vekur að slíkri hörku skuli beitt gagnvart aðgerðum hóps sem hafði það eitt að markmiði að benda á leiðir til bæta umhverfi og samfélag í miðbænum, með því að vekja athygli á nýtingarmöguleikum þeirra fjölmörgu eldri húsa í miðbænum sem standa auð og liggja undir skemmdum vegna sinnuleysis eigenda sinna.
Hliðstæðri hörku hefur að jafnaði ekki beitt gagnvart ógæfumönnum sem í lengri eða skemmri tíma hafa tekið sér bólfestu í auðum húsum, enda þótt bæði nágrönnum og húseignunum sjálfum stafi mun meiri ógn af slíkum gestum.
Skipulagsmál í eldri hverfum eru vandmeðfarin og þar takst á ólíkir hagsmunir. Sjónarmið um varðveislu menningarminja og eflingu jákvæðs mannlífs í miðbænum fara ekki alltaf saman við fjárhagslega hagsmuni þeirra sem auðu húsin eiga. Þeir hafa í mörgum tilvikum ótvíræðan hag af hrörnun þeirra, niðurrifi og nýrri uppbyggingu á lóðunum í kjölfarið. Víða í nálægum löndum er slík háttsemi húseigenda refsiverð.
Frá sjónarhóli meðalhófs og jafnræðis verður lögreglan að huga að því hverra hagsmuna hún er að gæta í tilvikum sem þessum.
Það liggur fyrir að ekki er komin formleg niðurrifsheimild fyrir þetta tiltekna hús við Vatnsstíg, en allar ákvarðanir um breytingar eða niðurrif á húsum sem byggð eru fyrir 1918 falla undir lög um húsafriðun.
Torfusamtökin beina þeim tilmælum til lögreglunar að hún gæti að húsum sem hafa minjagildi og standi svo að málum að aðgerðir hennar valdi ekki tjóni á sögulegum minjum.
Furðu vekur að slíkri hörku skuli beitt gagnvart aðgerðum hóps sem hafði það eitt að markmiði að benda á leiðir til bæta umhverfi og samfélag í miðbænum, með því að vekja athygli á nýtingarmöguleikum þeirra fjölmörgu eldri húsa í miðbænum sem standa auð og liggja undir skemmdum vegna sinnuleysis eigenda sinna.
Hliðstæðri hörku hefur að jafnaði ekki beitt gagnvart ógæfumönnum sem í lengri eða skemmri tíma hafa tekið sér bólfestu í auðum húsum, enda þótt bæði nágrönnum og húseignunum sjálfum stafi mun meiri ógn af slíkum gestum.
Skipulagsmál í eldri hverfum eru vandmeðfarin og þar takst á ólíkir hagsmunir. Sjónarmið um varðveislu menningarminja og eflingu jákvæðs mannlífs í miðbænum fara ekki alltaf saman við fjárhagslega hagsmuni þeirra sem auðu húsin eiga. Þeir hafa í mörgum tilvikum ótvíræðan hag af hrörnun þeirra, niðurrifi og nýrri uppbyggingu á lóðunum í kjölfarið. Víða í nálægum löndum er slík háttsemi húseigenda refsiverð.
Frá sjónarhóli meðalhófs og jafnræðis verður lögreglan að huga að því hverra hagsmuna hún er að gæta í tilvikum sem þessum.
Það liggur fyrir að ekki er komin formleg niðurrifsheimild fyrir þetta tiltekna hús við Vatnsstíg, en allar ákvarðanir um breytingar eða niðurrif á húsum sem byggð eru fyrir 1918 falla undir lög um húsafriðun.
Torfusamtökin beina þeim tilmælum til lögreglunar að hún gæti að húsum sem hafa minjagildi og standi svo að málum að aðgerðir hennar valdi ekki tjóni á sögulegum minjum.
Torfusamtökin gagnrýna hörku lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakkir til Torfusamtakanna.
Einn af Hústökufólkinu (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:28
Ég ítreka þá hrifningu mína á gömlum húsum, sem ég nefni vefriti mínu en vitna um leið í umrædda færslu mína:
"Mér þykir [þó] gagnrýni Torfusamtakanna nokkuð mikið á einn veg. Við skulum ekki gleyma því að þarna myndaðist umsátursástand sem ekki var lögreglunni einni um að kenna. Hústökufólk virtist staðráðið í að beita valdi og húsið liggur eftir mun verr farið en hefði fólk yfirgefið það friðsamlega.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila og í raun er deilan milli hústökumanna (karla og kvenna) og eigenda hússins. Lögreglan er aðeins að sinna vinnu sinni, hversu ljúft eða óljúft henni má vera það.
Til að gæta alls hlutleysis hefðu Torfusamtökin því átt að beina því til allra málsaðila að leysa deilur sínar friðsamlega og gæta þess að skemma ekki verðmæti."
Ég tek fram að ég hef þegar fengið viðbrögð frá Torfusamtökunum og við erum sammála um grundvallaratriði.
Emil Örn Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 13:45
Þarna eins og annars staðar finnst mér Torfusamtökin allt of mikið setja alla undir sama hatt. Margir þeirra sem eiga þessi hús sem nú eru tóm í miðbænum, hafa keypt þau í því augnarmiði að rífa þau og byggja á þeim ný hús, hús sem auðveldara var að leigja út þegar þeir voru að ganga frá kaupunum. Á þeim tíma höfðu allavega margir þeirra ákveðið vilyrði eða velvilja fyrir því að heimilt yrði að rífa viðkomandi hús og byggja nýtt frá embættismönnum borgarinnar og jafnvel borgarstjórnarmönnum. Síðan verður breyting á meirihluta (sem orðið er að farsa í Reykjavík) og málin fara frá því að vera alhvít yfir í alsvört í augum þeirra sem þannig hafa treyst á það sem þeir hafa upplýsingar um og skipulagsmál gera ráð fyrir þegar þeir kaupa eignirnar. Síðan þá hafa þessi mál verið í limbó hjá borgarstjórn í marga mánuði og jafnvel áraraðir. Hvorki er veitt leyfi til framkvæmda né heldur er lagt fram nein önnur lausn á málinu.
Ástandið í miðbænum er því jafn mikið borgaryfirvöldum á hverjum tíma að kenna og þeim sem treystu á fagurgala þeirra. Í dag sitaj þessir menn uppi með nánast ónýtar og ónýtanlegar eignir, hafa orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skaða og eru þar að auki ábyrgir fyrir því tjóni sem t.d. svona hústökufólk verður fyrir þegar það tekur svona eignir ófrjálsri hendi eins og hverjir aðrir þjófar. Það hefði vel verið hægt að fara aðrar leiðir til að vekja athygli á því að hægt væri að nýta húsin með öðrum hætti. Ég er þó ekki viss hversu mikill markaður er fyrir félagsheimili stjórnleysinga í miðbænum. Ég efast um að við gætum nýtt öll þessi hús í það.
Eftir stendur að sá sem tekur eignir annara skv. íslenskum lögum ófrjálsri hendi er ekkert annað en ótíndur þjófur hvaða dulnefni sem menn vilja annars gefa viðkomandi. Og skv. minni skoðun er ekki ástæða til að taka á slíku fólki með silkihönskum, hvað þá þegar það veitir mótþróa við handtökuna.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:54
Farsælast hefði verið að hústökumenn hefðu gefist upp fyrir lögreglunni og sleppt því að hrúga húsgögnum fyrir hurðar. Hér má sjá hvernig hústökufólk er byrjað að skemma eignina með því að negla fyrir alla gluggla og hurðar áður en lögreglan mætir á svæðið:
http://aftaka.org/2009/04/17/hustaka-anarkismi-2/
Hústökufólk mátti vita að sama hvað þau myndu gera til að varna lögreglu inngöngu í húsið að þá yrðu lög lög og eftir lögum fara lögregluþjónar. Það er aldrei fallegt þegar fullhraust fólk handsamar annað fullhraust fólk sem stríðir á móti því - hvernig er annað hægt en að beita hörku við slíkar uppákomur? Samanburður á ógæfufólki og hópi ungmenna sem hefur búið til virki úr gömlu húsi og skipulega fundið hluti og úrgang til að kasta í lögreglumenn er einskis nýtur.
Ég er ánægður með að hústökumenn hafi komið sínu sjónarmiði á framfæri sem varð til þess að fólk fór að ræða lög gegn auðjöfrum sem kaupa upp húsnæði og nota ekki. Það skemmdi hins vegar málstað þeirra að búa til virki úr gömlu húsi, henda grjóti og öðru í lögreglumenn og sprauta á þá með slökkvitækjum sem þeir stálu úr veitingahúsi Hljómalindar við Laugaveg (haft eftir rekstraraðila sem ég þekki persónulega).
Ábyrgðin á hörku lögreglunnar liggur því alfarið hjá hústökufólkinu sjálfu sem mátti vita að lögreglan hættir ekki við að fara eftir lögum bara af því að erfitt er að brjóta sér leið inn í húsið. Það hefði verið einfalt að mótmæla inngöngu lögreglunnar á friðsamlegan hátt en í stað þess beittu þau lögreglumönnum ofbeldi og gulltryggðu að húsnæðið yrði fyrir skemmdum með því að loka inngönguleiðum.
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:24
Kvitt
Sporðdrekinn, 25.4.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.