Enduruppbygging

Sæl.

Það lítur út fyrir að Lækjargata 2 sé ekki eins illa farin og óttast var. Það þarf ekki að rífa hana til grunna til að geta byggt upp. Þetta er mitt mat og ég hef fengið það staðfest frá smiði. Varðandi Austurstræti 22 er það nokkuð ljóst að það þarf að endurbyggja frá grunni. Hins vegar hefur gamalt eldstæði og hlaðinn grunnur að öllu líkindum sloppið.

Það eru mjög góðar fréttir að Reykjavíkurborg sé að skoða það alvarlega að kaupa lóðirnar, ég er þó ekki eins sáttur við það að Reykjavíkurborg telji sig skuldbundna til að borga fyrir lóðirnar eins og byggingarreit fyrir 6 hæða stórhýsi. Það er ekki gott fordæmi og gefur undir fótinn hjá þeim sem telja sig geta haldið lóðum í gíslingu. Þ.e. keypt upp gömul hús og láta þau drabbast niður þangað til að skipulagsyfirvöld sjá sig knúin til að ganga að hvaða kröfum sem er.

Það er skondið að fylgjast með ákveðnum aðilum í umræðunni um hvort að endurbyggja eigi húsin eða ekki. Umræðan á auðvitað fullkomlega rétt á sér og sjálfsagt að skoða allar hliðar. En það er eins og sumum finnist það vera náttúrulögmál að ef hús brennur eða skemmist þá verði að gera eitthvað allt annað í staðinn. Það gleymist að hönnun mannvirkis eða borgarmyndar er stór hluti þess verðmætis sem liggur í húsum. Hér er öfgakennt dæmi máli mínu til stuðnings. Maður kaupir sér þjónustu arkitekts, hann byggir húsið, húsið brennur, maðurinn fer til annars arkitekts og kaupir sér nýja hönnun út af fyrrnefndu náttúrulögmáli. Auðvitað segir það sig sjálft að hægt er notast við sömu hönnun oftar en einu sinni.

Fallegar götumyndir í gömlum borgarhlutum eru afrakstur margslunginar hönnunar sem hefur staðið yfir í aldir og algjör óþarfi að skammast sín fyrir það að leyfa stundum endurbyggingar á gömlum húsum. Það eru ekki ófá dæmi um það hér í Reykjavík að fallegri hönnun hefur verið skipt út fyrir verri hönnun. Í rauninni ætti að vera sjálfsagt mál að hverfa jafnvel aftur til eldra húss ef nýrra hús hefur sýnt að það hefur neikvæð áhrif á götumyndina. T.d. hefði ég ekkert á móti því að sjá Hótel Heklu endurreist þar sem nú er strætó-skiptistöðin við Hafnarstræti og stendur víst til að rífa.

Þórður Magnússon


mbl.is Bann sett við niðurrifi húsanna við Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband