Bjargvætturinn borgarstjórinn.

Það var sannarlega hörmulegt að fylgjast með þegar okkar sögufrægi og kæri miðbær brann í síðustu viku. Þar fóru tvö í viðbót af þeim innan við 200 húsum sem eftir eru á höfuðborgarsvæðinu frá því fyrir aldamót 1900.
Því var það kærkomið mitt í öllum hörmungunum að heyra Vilhjálm borgarstjóra lýsa því yfir að húsin yrðu endurbyggð.
Borgarstjórinn varð, ásamt slökkvuliðsmönnunum öllum auðvitað, á svipstundu að bjargvætti í mínum augum fyrir það að gera sér grein fyrir gríðarlegum missinum og taka þessa góðu ákvörðun í reykjarkófinu.

Það tíðkast út um allan heim að endurreisa kirkjur og óperuhús eftir bruna eða loftárásir.
Þá skiptir sköpum að þær byggingar sem eru borgarbúum kærar rísi úr brunarústunum eins og fuglinn Fönix fallegri en nokkru sinni fyrr!
Það að hlaðinn grunnur og eldstæði er vonandi nothæft úr rústunum af Austurstræti 22 er frábært því það gefur endurbyggingunni enn meiri tenginu við söguna. Bruninn sjálfur og endurbyggingin verður enn einn kaflinn á aldalangri sögu sem komandi kynslóðir munu bæta við.

Það er miður að ekki séu strangari reglur og meira aðhald frá Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar varðandi nýbygginar í miðbænum. Enginn virðist hafa yfirsýn yfir heildarstefnu í þessum málum. Miðbærinn heldur áfram að þróast tilviljunarkennt, hvert deiliskipulagið ótengt því næsta að því að mér virðist.

Gott dæmi um það er að enginn veit í dag hversu mörg gömul hús eru í niðurrifshættu eða hversu mörg eru eftir. Allavega varð fátt um svör þegar ég hafði sambandi við umrætt Skipulags- og byggingasvið.
Ef borgin hefði meira um það að segja hvað væri leyft að byggja og hvað ekki héldu verktakar síður gömlum húsum í gílsingu, svo ég vitni í orð Þórðar Magnússonar. Verktakarnir hafa nefnilega komist upp með það að rífa menningararfinn okkar allra og byggja nýbyggingar í stað þeirra. Þar sem allt miðast við þá alódýrustu framleiðslu mögulegu til að tryggja að byggingin skili sem mestum arði í endursölu.
Í ljósi þess krefst eigandi Austurstrætis 22 að sjálfsögðu verðs fyrir lóðina sem miðast við byggingu 6 hæða stórhýsis.

Áshildur Haraldsdótti, flautuleikari og í stjórn Torfusamtakanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband