Naustareitur, reitur 1.132.1.

Ég vil eindregið hvetja fólk til að kynna sér þá breytingu á deiliskipulagi Naustareitsins.

 http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1604/2425_read-8917 

Þetta er síður en svo alslæmt en þó ýmislegt sem hugsanlega mætti betur fara. Helst er það fyrirhugað niðurrif á Tryggvagötu 14 sem vekur upp spurningar. Húsið er á reit þar sem í gildi er verndun byggðamunsturs þannig að það var ekki haft á listanum sem við bjuggum til yfir þau 101 hús sem má rífa samkvæmt deiliskipulagi, þetta hús bætist nú við þann hóp. Sumir telja þetta hús vera ónýtt og við eigum eftir að kynna okkur þær forsendur sem þar liggja að baki, en því er reyndar alltaf haldið fram þegar einhver aðili vill losna við hús. Skemmst er að minnast Skjaldbreiðar eða gamla Kaupfélagshússins í Borgarnesi, sem við nánari skoðun reyndust stráheil.

Annað sem fram kemur í deiliskipulagsbreitingunni er, að þau áform sem uppi hafa verið um að flytja Gröndalshús upp í Árbæjarsafn, eru fest í sessi. Þetta er því tilvalið tækifæri til að koma þeim skilaboðum til borgaryfirvalda að nú þegar hafi verið brotin upp nógu mörg skörð í tanngarði miðborgarinnar. Nú er tími til kominn að fylla upp í þau skörð. Það eru ótal lóðir sem koma til greina sem fluttningshúsalóðir fyrir Gröndalshús. Ég persónulega tel ekki forsendur fyrir því að mótmæla því útaf fyrir sig að Gröndalshús sé flutt en ég tel að sú regla eigi að gilda að ef að það þarf að flytja hús, ætti að flytja þau sem stystu leið frá sínum heimahögum og út úr miðborginni ætti það alls ekki að fara. Ég mun fjalla nánar um þetta þegar nær dregur skilafresti athugasemda sem er 11. janúar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engum sem ber snefil af virðingu fyrir minningu Benedikts Gröndals getur dottið í hug að rífa húsið af grunni sínum og flytja á annan stað - hvorki á safn né byggingarlóð. Og jafnvel þótt mönnum standi hjartanlega á sama um Gröndal heitinn er það hrein villimennska að hrófla við þeim fáu gömlu húsum sem eftir lifa í Reykjavík. Það er hvort sem engin hætta á að þau standi um alla eilífð, um það sjá brennuvargar, bisnissmenn eða borgarfulltrúar.

Bestu kveðjur,

Þráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband