10.12.2007 | 22:22
Til hamingju
Ég vil óska seyðfirðingum til hamingju með samstöðuna sem þeir sýndu í þessu máli.
Þessi niðurstaða sannar að almenningur getur haft áhrif ef hann kærir sig um. Við þurfum svo sannarlega að vera meira meðvituð um umhverfið okkar og skipta okkur af þegar okkur blöskrar, hvort sem um ræða náttúru landsins eða menningarverðmæti.
Það hefði verið óskandi ef að Reykvíkingar hefðu sýnt samskonar fyrirhyggju þegar innréttingarnar í Eimskipafélagshúsinu voru eyðilagðar ekki fyrir svo löngu síðan eða þegar Lækjargata 16 var "hreinsuð" að innan.
Ég vona að hér eftir munum við í Reykjavík taka okkur Seyðfirðinga til fyrirmyndar í þessum málaflokki.
Hætt við niðurrif verslunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru að verða vatnaskil i baráttunni fyrir verndum gamalla húsa og menningarverðmæta. Torfusamtökin hafa staðið vaktina lengi og það er frábært að bæjarbúar á Seyðisfirði hafi tekist að stöðva niðurrifið í gær. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 11.12.2007 kl. 13:13
...ó... átti að vera "bæjarbúum" :)
Hlynur Hallsson, 11.12.2007 kl. 13:19
Austfirski hlutinn í hjartanu tók aukakipp, þegar ég sá þessar fréttir í sjónvarpinu, og hvernig þeir báru sig að. Pétur á hrós skilið. Stórkostlegt að það náðist að bjarga þessu.
Sólveig Hannesdóttir, 12.12.2007 kl. 16:52
Ég tek undir þetta. Þarna var samstaða fólks til fyrirmyndar.
Marta B Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.