13.1.2008 | 01:36
Villandi að tala um þriðju leiðina.
Málflutningur bæði Torfusamtakanna og Húsafriðunarnefndar hefur verið á þá leið að einsýnt þótti að reist yrði bygging sem tæki ekki mið af götumynd. Vegna þess var það í raun örþrifaráð að leggja til friðun núverandi bygginga. Það hefði verið ákjósanlegra að Reykjavíkurborg hefði haft frumkvæði að því sjálf að vinna með þá götumynd sem fyrir er. Það er auðvitað súrt að það þurfi nauðsynlega að friða hús til þess að koma í veg fyrir skipulagsmistök en það er klár afleiðing af stefnu R-listans sáluga. Reykjavíkurborg ber því ábyrgð á því hvernig komið er.
Það verður að hafa í huga að Húsafriðunarnefnd hefur ekki tekið fyrir það endanlega að til greina komi að vinna töluvert með húsin, lyfta þeim upp, byggja í skarðið á milli húsanna þar sem nú eru skúrabyggingar og á baklóðinni.
Ef spurt er hvort reisa eigi nýjar byggingar á lóðunum sem taki frekar mið af núverandi götumynd, þá er nokkuð ljóst að margir þeirra sem svara þessari spurningu játandi eru fylgjandi tillögum Torfusamtakanna að því hvernig vinna mætti með götumyndina.
Það er einnig ljóst að ef húsin verða ekki friðuð þá leikur enginn vafi á því að byggt verður samkvæmt núverandi teikningum, byggingu sem könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að stór hluti þjóðarinnar er ósáttur við. Eins er það ljóst að ef húsin verða friðuð þá kemur það vel til greina að byggja samkvæmt nýjum teikningum að stórum hluta.
Þar með er það villandi eða beinlínis rangt að taka þau tvö sjónarmið, annars vegar það að byggja samkvæmt fyrirliggjandi teikningum og hins vegar byggja samkvæmt nýjum teikningum, og tefla þeim saman gegn friðun hússins þegar þetta ætti í raun að vera öfugt:
Þrír af hverjum fjórum vilja ekki að byggt verði samkvæmt fyrirliggjandi teikningum.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 11. jan. 2008
Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott að koma þessum skilaboðum sem víðast.
Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.