101 Í HÆTTU

- Langur laugardagur með Torfusamtökunum

Laugardaginn 2. júní n.k. efna Torfusamtökin til óvissugöngu um
Skuggahverfið og gamla bæinn í Reykjavík, enda ríkir mikil óvissa um
framtíð miðborgarinnar. Skoðuð verða farsæl dæmi um húsvernd í bland
við gömul, ný og yfirvofandi skipulagsslys.

Safnast verður saman á Vitatorgi (framan við Bjarnarborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu) kl. 14:00. Pétur H. Ármannsson og Snorri Freyr Hilmarsson stýra leiðsögn.

Göngunni lýkur á tónlistardagskrá, Skjaldbreið til heiðurs, við Kirkjustræti 8a, kl. 15:30.
Hótel Skjaldbreið sem geymir einn elsta tónleikasal landsins er eitt þeirra fjölmörgu sögufrægu húsa í 101 sem eru í fallhættu.

Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru:
Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari
Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari
Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari
Sigurður Halldórsson, sellóleikari
Voces Thules

Allir velunnarar gamla bæjarins eru hvattir til að mæta.

TORFUSAMTÖKIN

Nánari upplýsingar veita stjórnarmenn í Torfusamtökunum:

Áshildur Haraldsdóttir s. 899 0857
Pétur H. Ármannsson s. 897 0319
Snorri Freyr Hilmarsson s. 861 3372
Þórður Magnússon s. 862 7068
------------------------------------------------------------------------------------
torfusamtok@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Allir meiga hafa sinar skoðanir i friði/en ætti ekki að kjósa um sonahluti/Hverjir eru spurðir engir nema listamenn sem vilj vernda allt sem er gamalt /og hanski ekkert vit i því!!!/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2007 kl. 13:21

2 identicon

Dásamlegt framtak hjá Torfusamtökum. Ég var því miður fjarri góðu gamni en vonandi kemur frásögn og myndefni af þessari skoðunarferð á vefinn ykkar.

Ég vil svo benda Halla Gamla á það að listamenn eru nú bara aldrei spurðir, þeir bara hafa vit á að tjá sig en reyndar ekki fyrr en í fulla hnefana þegar um svona málefni er að ræða. 

Sigríður (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband