Tillaga að athugasemdum

Ágæti félagi í Torfusamtökunum  Hér á eftir er bréf með athugasemdum vegna breytingar á deiliskipulagi reitsins Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4.

 Skoða tillögu (PDF) 

    Þér er frjálst að afrita bréfið og senda á netfangið: skipulag@rvk.is 

    Þú þarft aðeins að kvitta undir bréfið með nafni, kennitölu og heimilisfangi í lokin.  Að sönnu væri þó enn áhrifaríkara að þú skrifir þitt eigið bréf hafir þú til tíma aflögu. Hægt er að sjá tölvuteiknaðar myndir af húsunum sem um ræðir hér: eldra blogg 

   

 Með von um góð viðbrögð

 Kveðjur 

 Áshildur Haraldsdóttir, Þórður Magnússon og Snorri Freyr Hilmarsson.

 ___________________________________________________________________

 Vinsamlegast staðfestið móttöku.

Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur

 Borgartúni 3, 105 Reykjavík

 Varðar: Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4 (reitur 1.172.1), breyting á deiliskipulagi.

 Reykjavík, 12. júní 2007.

 -Ég undirrit-uð(aður) vil gera athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi á reit 1.172.1. sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg vegna lóðanna að Laugavegi 33-35 og Vatnsstígur 4.

 -Ég geri athugasemd við það að auka byggingarmagn án þess að fyrir liggi hvernig það verði útfært, reynslan af of miklu byggingarmagni er slæm þar sem erfitt getur reynst að hanna byggingu sem hæfir umhverfi sínu. Það ætti ekki að leyfa neinar breytingar á reitnum öðruvísi en fyrir liggi gæðahönnun sem gæti þá falið í sér að gömlu húsin á reitnum haldi sér að öllu eða verulegu leiti.. 

 -Ég geri athugasemd við að 8 sjálfstætt hönnuð hús séu látin víkja fyrir 1 stakri hönnun. Þetta rýrir augljóslega þann smágerða mannlega mælikvarða sem er eitt aðal einkenni eldri borgarhluta hvar sem er í heiminum og þá í leiðinni það atriði sem skapar miðbænum hvað mesta sérstöðu.

 -Ég vil benda á að í þessu tilfelli Laugavegs- Vatnsstígreits felst kjörið tækifæri til uppbyggingar sem sameinar nýbyggingar og húsvernd.  Það er hægur leikur að þyrma gömlu húsunum með því færa núverandi byggingarmagn til norð-austur hluta lóðarinnar þar sem bæði er auð lóð og Vatnsstígur 4 sem er sú bygging sem kannski auðveldast er að færa rök fyrir að víkji af þeim húsum sem hér um ræðir. Þar gætu risið nýbyggingar sem væru í meiri sátt við umhverfið og þær byggingar sem fyrir eru. 

 Í Reykjavík eru aðeins 591 hús sem eru jafn gömul eða eldri húsunum sex á Laugav.-Vatnstígssreit, þar af eru einungis u.þ.b. 70 hús eldri en elsti hluti Laugavegs 35. Þetta eru sárafá hús og aðeins 1.2 % af öllum húsum í borginni okkar. Nú þegar er heimilt að rífa 101 þessara húsa samkvæmt auglýstum deiliskipulögum borgarinnar. Byggingararfleifðin er yndisaukandi eign Reykjavíkinga allra ef ekki heimsbyggðarinnar sem okkur ber skylda til að varðveita en ekki þurrka út. Því væri mikill vísdómur fólgin í því að leyfa einungis aukið byggingarmagn með þeim kvöðum að gömlu húsin á reitnum haldi sér að öllu eða verulegu leiti og þar með væru tekin til baka mistök sem gerð voru með deiliskipulagi Laugavegs á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá borgarminjaverði hafa umtöluð hús þó nokkuð mikið menningarsögulegt gildi og að þeirra áliti kemur til greina að stækka þau en láta þau bera ummerki um sögu sína. Húsaröðin frá Laugaveigi 27-35 er óvenju heilsteypt, húsin eru fádæma heilleg dæmi um byggingalist síns tíma, innviðir húsanna 33-35 eru óvenju upprunalegir miðað við önnur hús á Laugavegi og form húsanna hefur haldist óbreitt frá upphafi sem verður að teljast sem undantekning miðað við aldur þeirra.

 __________________________________

 Undirritaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband