"If a man does not embrace his past, he has no future"

...... svo ég vitni í meistaraverk frá Hollywood.

Ég minni enn og aftur á að það var eitt hús sem brann til kaldra kola á Austurstræti, hitt húsið skemmdist óverulega. Þeir sem vilja nýbyggingar á reitnum vilja hins vegar allir sem einn trúa því að bæði húsin hafi brunnið alveg niður, auk þess þurfa þeir að losna við hressó.

Það er enginn sem hefur sérstaklega mikin áhuga á að reisa hús bara þar sem Austurstræti 22 brann, þess vegna stendur valið um að endurreisa Austurstræti 22 eða rífa 2 stór hús til viðbótar við það sem brann.


mbl.is „Verður alltaf bara stæling"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru samtök,

Að mínu viti er lækjartorgið í raun eitt stórt og forljótt klúður byggingalega séð. Héraðsdómshúsið er eitt mesta slys íslandssögurnar þegar kemur að viðbótum og stækkun á gömlu húsi og í raun ekki skrítið að fólk kasti af sér vatni á þá byggingu um helgar svo ljót er hún. Svo er það Hafnarstræti 20 sem er síður en svo augnayndi og minnir það helst á söguna af Dr Jekyll og Mr Hyde þegar horft er sitthvoru megin við lækjargötuna með stjórnarráðið austan megin og "Mr Hyde" andspænis vestan megin við lækjargötuna. Þegar horft er til þessa þá ætti það ekki að vera mikill höfuverkur að rífa þessi blessuðu hús sem urðu fyrir eldi þarna og vanda til við uppbyggingu á því sem tekur við. Ég er sammála danskinum um það að reyna að "stæla" fyrri hús yrði bara klúður. það vantar heildar mynd á svæðið því það er vel hægt að gera lækjartorgið að mikklu aðdráttarafli með fallegum nýjum byggingum sem geta borið eftirsóknarverða starfsemi á svæðinu.

 kv,

Umhugsun

Umhugsun (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég er sammála þér, Umhugsun, um að Lækjartorgið er eitt stórt klúður. Héraðsdómshúsið hefði aldrei átt að vera þarna og ekki heldur húsið þar við hliðina, þau eru forljót og skyggja á allt sólskin á torginu. "Strætó-húsið" er líka byggingarlegt slys.

En ein spurning: Hvernig bjargar það Lækjartorgi að rífa einu fallegu húsin á svæðinu? Hvernig væri að rífa frekar ljótu húsin? Já og kannski loka Austurstræti aftur fyrir bílaumferð svo hægt sé að njóta svæðisins fótgangandi?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 17.9.2007 kl. 13:49

3 identicon

Sæl Þuríður,

Það sem ég á við er það að öll húsin við torgið eru fullkomlega úr takt og það að fara að endurbyggja ónýtuhúsin yrði alltaf hálf mislukkað. Nú er ég ekki endilega að kalla eftir því að öll húsin við lækjartrgið verði eins en hinsvegar fynnst mér að þau ættu að sækja í svipaðan stíl. Iðuhúsið og húsin í sömu lengju vestanmegin lækjargötu skyggja hvort eð er á "bruna" húsin þannig að það ætti að vera í lagi að fylgja þeirri línu áfram við uppbygginguna. 

"Strætó-húsið" verður að víkja en þá á að vera skilyrði að það sem kemur þar í staðinn kallist á við stjórnarráðið en þó í modern stíl í ætt við aðrar byggingar sem kæmu í stað bruna byggingana. Það verður eitthvað að gera við héraðsdómshúsið, þ.e. viðbygginguna/ofanábygginguna, þvílikan kofaborgarbrag á ekki að fyrir finnast í miðborginni. annaðhvort að rífa húsið eða þá að klæða það þannig að það stemmi við orginal bygginguna eins og myndin hans Hrafns Gunnlaugssonar sýndi svo skemmtilega.

Ég myndi ekki vilja sjá lokað fyrir umferð allt árið á Lækjartogi hins vegar mætti loka því á sumrin og vera þá með einhverskonar uppákomur á torginu, það myndi lífga upp á Laugarvegslabb sem myndi enda á Lækjartorgi á opnu kaffihúsi í skjóli fyrir vindi.

Hugmyndirnar um að opna lækinn eru einnig heillandi, ég hef séð þetta gert í Árósum í Danmörku með mjög góðum árangri, og mikilli prýði.

Kv,

Umhugsun.

Auk þess legg ég til að blaða turninn verði færður aftur á lækjartorg. 

Umhugsun (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband