Ályktun

ÁLYKTUN TORFUSAMTAKANNA / 5. SEPTEMBER 2009

 Torfusamtökin vara við því hættulega fordæmi um ráðstöfun almannaeigna sem gefið er með samþykkt fyrirliggjandi deiliskipulögu um uppbyggingu við Ingólfstorg og Vallarstræti. Í slíkri samþykkt felst að réttur eins lóðareiganda eru settur í forgang fram yfir breiða hagsmuni nágranna og almennings á grundvelli löngu úreltra skipulagshugmynda um miðbæ Reykjavíkur. Þó tillagan taki í vissum atriðum mið af sjónarmiðum húsverndar þá er hæð og umfang fyrirhugaðrar nýbyggingar við Vallarstræti á skjön við þá farsælu endurreisn sögulegrar götumyndar Aðalstrætis og Grófar, sem borgaryfirvöld hafa unnið að af miklum metnaði og með glæsilegum árangri á undanförnum árum. Með nýbyggingunni yrðu fest í sessi eldri skipulagsmistök er heimild var veitt fyrir hækkun Aðalstrætis 9, en gluggalaus gafl þess húss varpar mestum skugga á sunnanvert Ingólfstorg og spillir ásýnd þess. Í því máli voru fjárhagslegir hagsmunir eins húseiganda teknir fram yfir tækifæri borgarbúa að eignast sólríkt og fallegt torg í hjarta miðbæjarins.

Nýjar upplýsingar um eðli og umfang minja frá fyrstu árum Íslandsbyggðar á svæðinu við Aðalstæti og Kirkjustræti breyta forsendum um uppbyggingu á þeim lóðum sem deiliskipulagið tekur til. Ljóst er að gera þarf umfangsmiklar rannsóknir á svæðinu áður en framkvæmdir geta hafist. Í þessum fornleifum kann að vera fólgið einstakt tækifæri fyrir Reykjavík sem ekki má gefa sér fyrirfram að moka megi burt.  Þær fornleifar geta reynst Reykjavík, sögustaðnum við sund, menningarborginni og ferðamannastaðnum verðmætari en eitt hótel.  Þá kann hugmynd um að „jarða“ hinn sögulega merka og um margt einstæða sal gamla Sjálfstæðishússins að vera í uppnámi, fari svo að merkar minjar finnist á lóð hússins.

Torfusamtökin árétta mikilvægi þess að borgaryfirvöld samþykki endurskoðaða heildarstefnu um húsvernd í elsta hluta Reykjavíkur og geri hana að lögformlegum hluta aðalskipulags borgarinnar.  Í því eru fólgnir ríkir almannahagsmunir fyrir alla íbúa borgarinnar um langa framtíð.

Meðan húsverndarstefna Reykjavíkur er ekki hluti af aðalskipulagi borgarinnar mun uppbygging hins sögulega kjarna borgarinnar verða tilviljunarkennd, ómarkviss og borginni dýr.  Mörkuð vafasömum þrætumálum eins og því sem hér fer. 

Stjórn Torfusamtakanna.
mbl.is Brugðist við athugasemdum um Ingólfstorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁLYKTUN TORFUSAMTAKANNA

ÁLYKTUN TORFUSAMTAKANNA / 5. SEPTEMBER 2009

 Torfusamtökin vara við því hættulega fordæmi um ráðstöfun almannaeigna sem gefið er með samþykkt fyrirliggjandi deiliskipulögu um uppbyggingu við Ingólfstorg og Vallarstræti. Í slíkri samþykkt felst að réttur eins lóðareiganda eru settur í forgang fram yfir breiða hagsmuni nágranna og almennings á grundvelli löngu úreltra skipulagshugmynda um miðbæ Reykjavíkur. Þó tillagan taki í vissum atriðum mið af sjónarmiðum húsverndar þá er hæð og umfang fyrirhugaðrar nýbyggingar við Vallarstræti á skjön við þá farsælu endurreisn sögulegrar götumyndar Aðalstrætis og Grófar, sem borgaryfirvöld hafa unnið að af miklum metnaði og með glæsilegum árangri á undanförnum árum. Með nýbyggingunni yrðu fest í sessi eldri skipulagsmistök er heimild var veitt fyrir hækkun Aðalstrætis 9, en gluggalaus gafl þess húss varpar mestum skugga á sunnanvert Ingólfstorg og spillir ásýnd þess. Í því máli voru fjárhagslegir hagsmunir eins húseiganda teknir fram yfir tækifæri borgarbúa að eignast sólríkt og fallegt torg í hjarta miðbæjarins.

Nýjar upplýsingar um eðli og umfang minja frá fyrstu árum Íslandsbyggðar á svæðinu við Aðalstæti og Kirkjustræti breyta forsendum um uppbyggingu á þeim lóðum sem deiliskipulagið tekur til. Ljóst er að gera þarf umfangsmiklar rannsóknir á svæðinu áður en framkvæmdir geta hafist. Í þessum fornleifum kann að vera fólgið einstakt tækifæri fyrir Reykjavík sem ekki má gefa sér fyrirfram að moka megi burt.  Þær fornleifar geta reynst Reykjavík, sögustaðnum við sund, menningarborginni og ferðamannastaðnum verðmætari en eitt hótel.  Þá kann hugmynd um að „jarða“ hinn sögulega merka og um margt einstæða sal gamla Sjálfstæðishússins að vera í uppnámi, fari svo að merkar minjar finnist á lóð hússins.

Torfusamtökin árétta mikilvægi þess að borgaryfirvöld samþykki endurskoðaða heildarstefnu um húsvernd í elsta hluta Reykjavíkur og geri hana að lögformlegum hluta aðalskipulags borgarinnar.  Í því eru fólgnir ríkir almannahagsmunir fyrir alla íbúa borgarinnar um langa framtíð.

Meðan húsverndarstefna Reykjavíkur er ekki hluti af aðalskipulagi borgarinnar mun uppbygging hins sögulega kjarna borgarinnar verða tilviljunarkennd, ómarkviss og borginni dýr.  Mörkuð vafasömum þrætumálum eins og því sem hér fer. 

Stjórn Torfusamtakanna.

Ályktun

Torfusamtökin gera athugasemd við vinnulag lögreglunar við handtöku hústökufólks við Vatnsstíg í sl. viku.

Furðu vekur að slíkri hörku skuli beitt gagnvart aðgerðum hóps sem hafði það eitt að markmiði að benda á leiðir til bæta umhverfi og samfélag í miðbænum, með því að vekja athygli á nýtingarmöguleikum þeirra fjölmörgu eldri húsa í miðbænum sem standa auð og liggja undir skemmdum vegna sinnuleysis eigenda sinna.

Hliðstæðri hörku hefur að jafnaði ekki beitt gagnvart ógæfumönnum sem í lengri eða skemmri tíma hafa tekið sér bólfestu í auðum húsum, enda þótt bæði nágrönnum og húseignunum sjálfum stafi mun meiri ógn af slíkum gestum.

Skipulagsmál í eldri hverfum eru vandmeðfarin og þar takst á ólíkir hagsmunir. Sjónarmið um varðveislu menningarminja og eflingu jákvæðs mannlífs í miðbænum fara ekki alltaf saman við fjárhagslega hagsmuni þeirra sem auðu húsin eiga. Þeir hafa  í mörgum tilvikum ótvíræðan hag af hrörnun þeirra, niðurrifi og nýrri uppbyggingu á lóðunum í kjölfarið. Víða í nálægum löndum er slík háttsemi húseigenda refsiverð.

Frá sjónarhóli meðalhófs og jafnræðis verður lögreglan að huga að því hverra hagsmuna hún er að gæta í tilvikum sem þessum.

Það liggur fyrir að ekki er komin formleg niðurrifsheimild fyrir þetta tiltekna hús við Vatnsstíg, en allar ákvarðanir um breytingar eða niðurrif á húsum sem byggð eru fyrir 1918 falla undir lög um húsafriðun.

Torfusamtökin beina þeim tilmælum til lögreglunar að hún gæti að húsum sem hafa minjagildi og standi svo að málum að aðgerðir hennar valdi ekki tjóni á sögulegum minjum.






mbl.is Torfusamtökin gagnrýna hörku lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hingað til hafa húsin verið opin

Ég vil vekja athygli á því að á síðustu árum hafa eigendur húsa á þessum sameiningarlóðum beitt alls kyns þvingunaraðgerðum, má þar nefna: að reka út leigjendur, opna húsin fyrir útigangsmönnum eða láta eignirnar almennt drabbast niður.  Allt er þetta gert til að húsin verði lýti á umhverfinu og skapa þrýsting á borgaryfirvöld að gera eitthvað .......... bara eitthvað........þótt að það þurfi að leyfa aukið byggingarmagn eða heimila ódýra lélega byggingu.  Það verður að viðurkenna að þessi aðferðafræði svínvirkar.

Hingað til hafa eigendur ekki haft miklar áhyggjur þótt að húsin væru full af óaldarlýð með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna,  það hefur hjálpað þeirra málstað.   Það hefur þurft stanslausar hringingar í lögreglu til að reyna fá úr þessu bætt.  Á síðustu mánuðum hafa orðið að minnsta kosti tveir stórir brunar sem má reikja til svona vanrækslu og þar að auki veit ég til þess að það hefur náðst að slökkva eld í fæðingu í einhverjum tilfellum.

Nú tekur hópur manna sig til og fer inn í eitt þessara húsa með það að markmiði að snyrta svolítið til og setja líf í húsin og miðborgina.  Það má auðvitað deila um lögmæti slíkra aðgerða en líklega var það einhverskonar lögbrot þegar Torfan var máluð á sínum tíma. 

Í þetta skiptið voru þetta þó ekki útigangsmenn, dópistar eða óaldarlýður (með fullri virðingu fyrir því góða fólki)  og voru langt í frá hættuleg umhverfi sínu.

Nú loksins bregðast eigendur og lögregla við.  Og með þvílíku offorsi að þá munar ekki um að eyðileggja alla glugga, nokkra veggi, gólf og að öllum líkindum burðarvirki,  í leiðinni.  Þessar aðgerðir voru fullkomlega óþarfar og voru meira í ætt við æfingu hjá víkingasveitinni en eðlileg viðbrögð við borgaralegri óhlíðni.

Fyrir utan hættuna sem þeir sköpuðu fyrir þessa einstaklinga þá verður líka að nefna að  ekki var kominn formleg niðurrifsheimild fyrir þetta hús.

Þegar fyrirséð er að það verði nánast framkvæmdastopp hjá einkaaðilum í miðborginni (hversu gott eða vont það er)  þá er það mjög mikilvægt að þessi hús sem hafa verið tæmd í góðærinu verði sett í útleigu hið snarasta og lappað upp á þau.  Með aðgerðum sínum er lögreglan búin að taka eitt hús sem var í svo að segja toppstandi og tilbúið til útleigu á morgun og festa það í sessi sem draugahús næstu 5-10 árin.


Lögreglan fær ekki prik í kladdan frá mér fyrir þessa aðgerð.


Kveðja

Þórður


mbl.is Vilja bjarga Skuggahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁLYKTUN

Torfusamtökin lýsa áhyggjum af þeirri þróun sem orðið hefur í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu. Sífellt fjölgar auðum húsum sem látin eru drabbast niður og verða þannig lýti á umhverfinu og skapa mikla eldhættu.

Þessi þróun er bein afleiðing af nýju deiliskipulagi miðbæjarins sem byggir á gamaldags viðhorfum til eldri byggðar. Samskonar þróun átti sér stað í fjölmörgum borgum vesturlanda á 7. og 8. áratug síðustu aldar oft með sorglegum afleiðingum. Eigendur fasteigna sáu sér þá hag í því að láta húsin vísvitandi drabbast niður og jafnvel hleypa þar inn útigangsfólki og skapa eldhættu með það að markmiði að þrýsta á um niðurrifsleyfi.

Ýmislegt bendir því miður til þess að sambærilegar aðferðir hafi verið að ryðja sér til rúms í Reykjavík. Töluverð ásókn er í húsnæði og byggingarrétt í miðbænum og í mörgum tilvikum hafa fasteignafélög lagt mikið á sig við að koma leigjendum úr húsum til þess eins að láta þau standa auð og drabbast niður.
Tilgangurinn virðist oftast vera sá að þrýsta á um enn meira niðurrif og byggingarmagn en gert var ráð fyrir í nýlega samþykktu deiliskipulagi sem Torfusamtökun hafa þegar varað við.  Svo virðist sem sumir fasteignaeigendur telji samningsstöðu sína þeim mun betri því sóðalegri sem húseignirnar og umhverfi þeirra eru.

Á svo kölluðum Hverfisgötureit, sem fjallað hefur verið um í fréttum, setti borgin það skilyrði fyrir niðurrifi að í stað gömlu húsanna yrðu reistar byggingar sem féllu að umhverfinu. Það virðast eigendur ekki sætta sig við og þrýsta nú á um að fá að rífa húsin þótt ekki sé búið að samþykkja teikningar af því sem á að koma í staðinn.

Torfusamtökin telja óviðunandi að fyrirtæki sem hyggjast hagnast á framkvæmdum í miðbænum taki borgina í gíslingu með þessum hætti og setji t.a.m. verslun við Laugaveg í uppnám. Það er mikilvægt að skipulagsyfirvöld og þeir sem annast eftirlit með ástandi fasteigna láti þá sem ástunda slík vinnubrögð ekki hagnast á athæfinu enda sýnir reynslan erlendis frá að ef ekki er tekið á slíku af ákveðni ágerist vandinn hratt.

Í miðbæ Reykjavíkur eru dýrustu fasteignir á Íslandi og verðlag hátt á alþjóðlegan mælikvarða. Það hefði verið hægt að nýta hina miklu eftirspurn eftir fasteignum í miðbænum til þess að fegra bæinn og draga fram það besta í eiginleikum hans. Þess í stað hefur orðið öfugþróun samanborið við margar borgir í Evrópu. Ástæðan er ásókn í að byggja stöðugt meira án tillits til umhverfisins í stað þess að styrkja umhverfið.

Á sama tíma og miðbæir margra Evrópulanda hafa gengið í endurnýjun lífdaga með því að færa gömul hús til fyrri glæsileika líður Laugavegurinn og íbúar miðbæjarins fyrir þróunina hér og skipulag sem hvetur til hnignunar fasteigna í stað þess að ýta undir að húsum sé vel við haldið eða þau gerð upp.

Það er ólíðandi fyrir íbúa miðbæjarins og Íslendinga sem unna höfuðborginni að farið sé með miðbæ Reykjavíkur á þennan hátt. Víða annars staðar hafa borgaryfirvöld fundið leiðir til að hindra slíka þróun. Það er mikilvægt að yfirvöld í Reykjavík bregðist við á sama hátt, eyði óvissu og hverfi frá skaðlegri skipulagshugsun svo snúa megi þróuninni við.

Stjórn Torfusamtakanna, 26. mars 2008.

Snorri Freyr Hilmarsson, formaður
Áshildur Haraldsdóttir
Guðjón Friðriksson
Pétur H. Ármannsson
Þórður Magnússon


Sigmundur í Silfri Egils


Er friðun andstaða framfara?

Þann 10. janúar sl. birti Fréttablaðið á forsíðu skoðanakönnun, þar sem fólk var spurt hvað ætti að gera við húsin að Laugavegi 4 og 6. Svona til að halda því til haga, þá vildu 30,9% aðspurðra láta byggja þar stórt og glæsilegt hótel. 41,5% vildu að reistar yrðu nýjar byggingar á lóðunum, þar sem umfang húsanna og útlit þeirra tæki betur mið af núverandi götumynd heldur áðurnefnt hótel og 27,6% vildu að húsin yrðu friðuð. Niðurstaðan gefur því til kynna að ekki virðist djúpur ágreiningur vera milli hinna tveggja síðarnefndu hópa hvað varðar hæð og umfang húsanna, en ólíkar skoðanir hinsvegar varðandi væntanlegt útlit þeirra.
En hér vaknar spurning.
Er það raunverulega svo að þau 41,5% Reykvíkinga sem vilja ný hús byggð samkvæmt nýjum teikningum kjósi að þau líti út með öðrum hætti, en þeim sem endurspeglar byggingarsögu borgarinnar á síðari hluta 19. aldar og kæri sig ekkert um að húsin við Laugaveg 4 og 6, geti útlitslega fallið í flokk með Aðalstræti 10, Geysishúsinu og Bernhöftstorfunni? Sorglegt ef satt er!!
Eða gæti það verið að einhverjir, innan þessa fyrrgreinda hóps, sjái húsin fyrir sér í því sem næst upprunalegri mynd, þar sem þó er unnið eftir nýjum teikningum og húsin aðlöguð nýju hlutverki? Getur verið að þeir hinir sömu séu hræddir við hugtakið friðun, hugtak sem búið er að menga allhressilega með því að tvinna það saman við hugtökin stöðnun og afturhald, og kjósi þar af leiðandi ekki að líta á sig sem friðunarsinna? Viðkomandi telur að með friðun sé verið að tryggja ömurlegt ástand þessara gömlu húsa við Laugaveg um ókomna tíð.
Hér er ekki um annað að ræða en grátlegan misskilning. Friðunarsinnar hafa engan áhuga á viðhalda núverandi ásýnd umræddra húsa. Friðunarsinnar hafa engan áhuga á stöðnun. Það sem þeir kjósa er gömlum húsum sé sýnd tilhlýðileg virðing ... og hvers vegna í ósköpunum ætti friðun, verndun og umhyggja fyrir hinu gamla að vera í einhverri mótsögn við framfarir?
Út um allan heim eru lagðar gríðarlegar fjárhæðir í verkefni er snúa að verndun, viðhaldi og endurbyggingu á hinu gamla. Hið fræga Parthenon á Akrópólis-hæð í Aþenu er eitt dæmi og Frúarkirkjan í Dresden er annað. Í mörgum borgum í Evrópu sem fóru illa út úr loftárásum í síðari heimstyrjöldinni hefur ógrynni fjár verið varið til endurbyggingar á merkum byggingum. Í einni fegustu borg veraldar Prag, er haldið fast í byggingararfinn. Sama á við um París og Flórens. Varla væri verið að standa í þessu, einungis í því augnamiði að tryggja algjöra stöðnun!!
Nei, þvert á móti, á þessum stöðum trúir fólk því að framtíðin byggist á fortíðinni. Fortíðin er aðlöguð kröfum framtíðarinnar, í stað þess að hún sé þurrkuð út. Og þessi nálgun á viðfangsefninu virðist virka því í dag þykja áðurnefndir staðir dásamlega fallegir og eru eftirsóknarverðir áfangastaðir fjölda ferðamanna.
Aftur til Íslands. Árið 1983 voru „framfarasinnar“ á ferð í Aðalstrætinu, rifu Fjalaköttinn og núverandi húsnæði TM var byggt í staðinn. Klárlega höfðu Íslendingar ekkert að gera með elsta uppistandandi bíóhús í Evrópu. En í hverju fólust framfarirnar? Nú á dögum líta mjög margir á niðurrif Fjalakattarins sem meiriháttar menningarslys og þar hafi „framfarasinnarnir“ stigið stórt skref afturábak. Fróðlegt væri að vita hvaða hlutverki þetta hús gengdi nú til dags, ef því hefði verið þyrmt og það lagfært með viðeigandi hætti. Það gæti til dæmis verið gott innlegg til kynningar á Reykjavík sem kvikmyndaborg, eins og góðir menn hafa lagt til, og veitt borginni sérstöðu umfram aðrar borgir!!

Og það sem meira er ... sérstaðan er framtíðin. Að hafa eitthvað fram að færa sem fáir eða engir aðrir geta boðið upp á. Þar gegnir byggingararfurinn veigamiklu hlutverki, því meðal annars þar liggur sérstaðan.


mbl.is Að draga tönn úr fallegu brosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi að tala um þriðju leiðina.

Málflutningur bæði Torfusamtakanna og Húsafriðunarnefndar hefur verið á þá leið að einsýnt þótti að reist yrði bygging sem tæki ekki mið af götumynd. Vegna þess var það í raun örþrifaráð að leggja til friðun núverandi bygginga. Það hefði verið ákjósanlegra að Reykjavíkurborg hefði haft frumkvæði að því sjálf að vinna með þá götumynd sem fyrir er. Það er auðvitað súrt að það þurfi nauðsynlega að friða hús til þess að koma í veg fyrir skipulagsmistök en það er klár afleiðing af stefnu R-listans sáluga. Reykjavíkurborg ber því ábyrgð á því hvernig komið er.

Það verður að hafa í huga að Húsafriðunarnefnd hefur ekki tekið fyrir það endanlega að til greina komi að vinna töluvert með húsin, lyfta þeim upp, byggja í skarðið á milli húsanna þar sem nú eru skúrabyggingar og á baklóðinni.

Ef spurt er hvort reisa eigi nýjar byggingar á lóðunum sem taki frekar mið af núverandi götumynd, þá er nokkuð ljóst að margir þeirra sem svara þessari spurningu játandi eru fylgjandi tillögum Torfusamtakanna að því hvernig vinna mætti með götumyndina.

Það er einnig ljóst að ef húsin verða ekki friðuð þá leikur enginn vafi á því að byggt verður samkvæmt núverandi teikningum, byggingu sem könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að stór hluti þjóðarinnar er ósáttur við. Eins er það ljóst að ef húsin verða friðuð þá kemur það vel til greina að byggja samkvæmt nýjum teikningum að stórum hluta.

Þar með er það villandi eða beinlínis rangt að taka þau tvö sjónarmið, annars vegar það að byggja samkvæmt fyrirliggjandi teikningum og hins vegar byggja samkvæmt nýjum teikningum, og tefla þeim saman gegn friðun hússins þegar þetta ætti í raun að vera öfugt:
Þrír af hverjum fjórum vilja ekki að byggt verði samkvæmt fyrirliggjandi teikningum.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 11. jan. 2008


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaverk um hús sem á að rífa

Una Stígsdóttir og Anik halda sýningu á verki sem þau hafa unnið að í
nokkurn tíma. Sýningin er haldið að Skólastræti 1 og opnun verður n.k
laugardag kl 18 (bakvið Hans Petersen á Laugavegi) í húsi sem einmitt
á að rífa. Þessi sýning passar vel inn í umræðuna sem hefur átt sér
stað að undanförnu um rif eða friðun húsa í gamla bænum. Una og Anik
eru meira en til í að sýna verkin fyrir opnunina og fá þannig
skemmitlegan flöt á þetta hitamál.

Þakkir

Þó svo að ekki sé komin endanleg formleg niðurstaða í málefnum Laugavegar 4 og 6 langar mig að þakka þeim aðilum sem hafa unnið málinu brautagengi.

Húsafriðunarnefnd fyrir þann mikla kjark sem þeir hafa sýnt, Svandísi Svavars og Margréti Sverris fyrir vasklega framgöngu, Ólafi F. sem lét ekki af sinni skoðun , Oddnýu Sturludóttir sem tók undir sjónarmið okkar heilshugar og að lokum Degi B.

Það er óhætt að segja að áskorun okkar allra í Torfusamtökunum til Dags borgarstjóra hafi borið árangur. Það er engin vafi á því að hann átti mikin þá í því að málin eru í þeim farvegi sem þau eru í dag. Ef Dagur hefði ekki gripið inn í og óskað eftir því að fá að athuga með fluttning húsanna hefðu þau að öllum líkindum verið rifin. Um leið vakti hann athygli á þessu máli og viðurkenndi mikilvægi húsanna sem slíkra.


mbl.is Ráðherra friði Laugavegshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband