8.10.2007 | 09:48
Takk fyrir fundinn 101 Tækifæri
Til stjórnar Torfusamtakanna
Ég vil þakka ykkur fyrir þennan áhugaverða fund í gær.
Reikna þó með að flestir sem þar voru séu þegar frelsaðir,
og vona að leiðir finnist til að fylgja efni fundarins nánar eftir,
eins og kynningu Margrétar.
Framlagi Sigmundar þarf einnig að koma á framfæri í gegnum fjölmiðlana.
Það gæti verið trompið.
Fyrir flesta yrði það algjörlega nýr flötur á hinni opinberu umræðu
um húsverndun og skipulagsmál, og kveikir örugglega í mörgum sem
hingað til hafa kært sig kollótta um arf sögu, menningar og byggingalistar.
-------------------------------------------------------------------------------
Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að afsaka hugmyndina um 'heim' flutning Lækjargötu 4,
heldur eins og fram kom á fundinum, að taka næsta skref áfram um
að flytja húsin úr Árbæjarsafninu og aftur 'heim' til sín niður í bæ.
Bílastæðin í borginni eru einmitt augntóttir þessara húsa.
Minjasafn Reykjavíkur (húsadeild) hefur ekki síður hlutverki að gegna við þau áfram þar
þótt í þeim búi og starfi fólk.
Það þarf hins vegar aðra hugsun og nýja sýn.
Kveðja,
Guðríður Adda Ragnarsdóttir.
Ég vil þakka ykkur fyrir þennan áhugaverða fund í gær.
Reikna þó með að flestir sem þar voru séu þegar frelsaðir,
og vona að leiðir finnist til að fylgja efni fundarins nánar eftir,
eins og kynningu Margrétar.
Framlagi Sigmundar þarf einnig að koma á framfæri í gegnum fjölmiðlana.
Það gæti verið trompið.
Fyrir flesta yrði það algjörlega nýr flötur á hinni opinberu umræðu
um húsverndun og skipulagsmál, og kveikir örugglega í mörgum sem
hingað til hafa kært sig kollótta um arf sögu, menningar og byggingalistar.
-------------------------------------------------------------------------------
Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að afsaka hugmyndina um 'heim' flutning Lækjargötu 4,
heldur eins og fram kom á fundinum, að taka næsta skref áfram um
að flytja húsin úr Árbæjarsafninu og aftur 'heim' til sín niður í bæ.
Bílastæðin í borginni eru einmitt augntóttir þessara húsa.
Minjasafn Reykjavíkur (húsadeild) hefur ekki síður hlutverki að gegna við þau áfram þar
þótt í þeim búi og starfi fólk.
Það þarf hins vegar aðra hugsun og nýja sýn.
Kveðja,
Guðríður Adda Ragnarsdóttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.