Allt er gott sem vel er meint

Það eru óneitanlega góðar fréttir að húsunum við Laugaveg 4-6 verði ekki hent á haugana eins og útlit var fyrir. Eitt af elstu húsum Reykjavíkur átti betra skilið. Það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vilji gera húsunum hátt undir höfði á nýjum stað er þakkar vert og jafnframt viðurkenning á sögulegu og menningarlegu mikilvægi þeirra.

Kjarni málsins er hins vegar sá að eftir sem áður verður samfelld 19. aldar húsaröð varanlega skemmd. Húsaröð sem nær nokkuð óslitið frá Lækjargötu að apótekinu við horn Vegamótastígs.

Borgarstjóri getur stigið skrefið til fulls og bjargað götunni og hámarkað þannig framtíðarverðmæti Laugavegar sem verslunargötu.


mbl.is Laugavegshúsunum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki annað kofaskriflið frá 1920?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: inqo

ég er nú í því alræmda hverfi breiðholtinu. ég er alveg hættur að þora að fara niður í miðbæ þegar rökkva fer. það er eini staðurinn þar sem ég hef horft upp á slagsmál hvort sem er að degi til eða annarra tíma sólarhringsins. mér finnst persónulega 101 vera svolli reykjavíkur.

inqo, 4.1.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Það hefði átt að fara alla leið og kaupa þessa menn frá þessu niðurrifi. Það væri hægt að bæta þeim skaðan með nýrri lóð við Geirsnef og starta um leið nýjum miðbæ.

Sturla Snorrason, 4.1.2008 kl. 22:37

4 identicon

Mérfinnst þessi niðurrifsstarfssemi í miðbænum bara fáránleg. Af hverju ekki að gera upp þessi hús og halda þessari stemmningu sem að er í bænum. Viljum við hafa Laugaveginn og nágrenni þakinn nýbyggingum og verslunarkjörnum??

Ekki ég allavegana, það er nóg af öðrum stöðum sem að bjóða upp á þannig stemmningu. ég er bara reið og orðlaus yfir þessu öllu saman.

Margrét Inga (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:57

5 identicon

Mæli með bókum um Reykjavík eftir Árna Óla,bækur sem voru gefnar út fyrir um og  1950-1966.Stórskemmtilegar bækur , við lestur þessara bóka er einsog að maður sé að taka þátt í þeim tíma sem Árni er að lýsa:Bækurnar eru:Fortíð Reykjavíkur,útg 1950,Gamla  Reykjavík,útg,1954,Skuggsjá Reykjavíkur,útg,1961,Erill og ferill blaðamanns,útg1963,Horft á Reykjavík,útg,1964,Sagt frá Reykjavík,útg,1966......

Jensen (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:54

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ingólfur talar um að 101 sé svoll Reykjavíkur. En hefurðu hugleitt það Ingólfur að fólk úr öðrum 100-200 póstnúmerum höfuðborgarsvæðisins og aðrir safnast saman í annarlegu ástandi um helgar þar, standa upp við húsveggi og gera þarfir sínar eða rífast í blásaklausu fólki sem á leið þarna um eftir að húmar. Það er ekki íbúum miðbæjarins að kenna að þið úthverfafólkið upplifið þetta svona þegar þið látið sjá ykkur í miðborginni. Tek fram að ég bý ekki í 101

bestu kveðjur

Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir, 5.1.2008 kl. 16:58

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Borgarstjóri hlýtur að gera það, tel að ég mundi fyrirgefa honum
göngubrúnna yfir Hringbraut ef að hann mundi snúast á sveif
með okkur og bjarga því sem er eftir af borginni okkar.
Borgina vantar sálina sína aftur.
Jensen takk fyrir að minna mig á bækurnar um Reykjavík,
held ég eigi einhverjar.
Ég fæddist og ólst upp í Reykjavík og mér er ekki sama um hvað verður um hana.
Núna bý ég á Húsavík, en get alveg sagt mína meiningu héðan.
læt þetta nægja í bili og það er heiður að fá að taka þátt í þessu með ykkur.
                                          Góðar stundir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 20:20

8 Smámynd: Birna M

Ég er sammála. Af hverju mátti ekki leyfa götumyndinni að vera og laga þá húsin að sinni upprunalegustu mynd. Ég hefði miklu frekar vilja sjá það og túristarnir sem koma hingar vilja miklu frekar sjá það heldur en einhver moll, sem eru hvort eð er að renna sitt skeið á enda.

Birna M, 6.1.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband