9.1.2008 | 10:34
Þakkir
Þó svo að ekki sé komin endanleg formleg niðurstaða í málefnum Laugavegar 4 og 6 langar mig að þakka þeim aðilum sem hafa unnið málinu brautagengi.
Húsafriðunarnefnd fyrir þann mikla kjark sem þeir hafa sýnt, Svandísi Svavars og Margréti Sverris fyrir vasklega framgöngu, Ólafi F. sem lét ekki af sinni skoðun , Oddnýu Sturludóttir sem tók undir sjónarmið okkar heilshugar og að lokum Degi B.
Það er óhætt að segja að áskorun okkar allra í Torfusamtökunum til Dags borgarstjóra hafi borið árangur. Það er engin vafi á því að hann átti mikin þá í því að málin eru í þeim farvegi sem þau eru í dag. Ef Dagur hefði ekki gripið inn í og óskað eftir því að fá að athuga með fluttning húsanna hefðu þau að öllum líkindum verið rifin. Um leið vakti hann athygli á þessu máli og viðurkenndi mikilvægi húsanna sem slíkra.
Ráðherra friði Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er skammarlegt!
Ég býst við því að þið munuð sjá um að borga kostnað sem mun hljótast af þessari vitleysu ykkar?
Upprétti Apinn, 9.1.2008 kl. 11:17
Vonandi tekst að bjarga húsunum og endurbyggja þau. Tillögur Torfusamtakanna um endurbyggingu þeirra eru góðar. Ég veit ekki alveg hvað nafnlausir "uppréttir apar" eru að nöldra. Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 9.1.2008 kl. 14:33
Þetta mál sannar að það er aldrei of gott að lesa yfir sig af einungis einni tegund bóka, hvort sem það er biblían eða sögubækur...
Andskipulag, 9.1.2008 kl. 15:26
Takk sjálfir! Vona ég að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þessi hörkukona
friði þessi hús.
Það eru nú forréttindi að ganga uppréttur, verandi api,
en uppréttur nafngreindur hugnaðist mér betur.
Baráttukveðjur
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2008 kl. 18:00
vonandi tekst okkur að bjarga borginni. það yði yndislegt ef vel tekst til
pillifluga (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:57
Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Takk fyrir baráttumóð forsprakkar Torfusamtakanna, án ykkar hefði ekkert gengið né rekið!
Anna Karlsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:51
Skaðabótaskylda
Það er fínt orð. Mætti kannski gera þá skaðabótaskylda sem hafa það eitt í huga að græða vel á niðurrifi húsa og annars konar eyðileggingu.
Ekki einungis yrði þessi steypuköggull eins og æxli þarna (smekksatriði þó). Skuggavarp yfir til norðurhúsa við Laugaveginn er líka skaði. Byggingarhlutfall á lóðinni sem þarna á að byggja á virðist líka rausnarlegt og varasamt að gefa hugsanlega þannig fordæmi fyrir aðra reiti sem mætti tæta alla sögu af.
Við vitum ekki hvað þeim fór á milli sem að málinu standa, borgaryfirvalda og "athafnamannanna".
Þó veit ég að verktökum hefur verið leyft að hefja byggingu á lóð eða reit ÁÐUR en fullgilt leyfi hefur fengist; það væri allt í lagi, leyfið myndi fást samþykkt. Komi svo í ljós að ekki sé stætt á forsendum fyrir leyfisveitingu... er borgin skaðabótaskyld!
Svo virðist sem leyfi til hámarkshæðar hafi verið takmörkuð á þeim hluta hússins sem við veginn stendur, svo stóru klambri er komið fyrir ofaná þeim hluta sem er fjær götunni.
Beturvitringur (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 00:44
Bessinn þekkir þetta, er ónýt drasl sem fólk vil venda sem hefur ekki þurft að búa í svona húsum og skömm að fólk með fullu vit er að biðja um að venda þetta drasl, það nú allt í einu hvað er um að vera voru jólin svona leiðin leg hjá ykkur
Íslands-Bersi, 13.1.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.